28.10.2007 | 10:13
Er Reykjavíkur flugvöllur ekki varaflugvöllur?
Afhverju lentu þessar vélar ekki í Reykjavík? Er sá flugvöllur kannski ekki nothæfur fyrir stærri vélar? Þetta atvik undirstrikar bara þá staðreynd að Reykjavíkur flugvöll á að leggja niður enda óþarfur. Innanlandsflug á að fara til Keflavíkur og spara þannig miljarða sem og tíma fyrir þá sem búa úti á landi og ætla til út í heim.
Tvær vélar hættu við lendingu í Keflavík vegna ísingar á brautum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Egilsstaðarflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll ef ég man rétt.
Sævar Einarsson, 28.10.2007 kl. 10:24
Þórhallur !
Það er greinilegt að þú hefur yfirgripsmikla vanþekkingu á flugmálum.
Ef þú hefðir litið út um gluggann núna í morgun hefðir þú væntanlega geta svarað því sjálfur afhverju þessa flugvélar lentu ekki í Reykjavík (geri ráð fyrir að þú búnir á höfuðborgarstæðinu).
Það er glerhálka úti.
Tól og tæki til hreinsunar á flugbrautum á Reykjavíkur flugvelli eru ekki eins góð og í KEF.
Staðreyndin er hinsvegar sú að Reykjavík er notaður sem varaflugvöllur fyrir KEF fyrir c.a. 80% af öllum flugum sem ætlað er að lenda í KEF. Þetta er metið í hverju tilfelli fyrir sig og auðvita verður veðurspá fyrir Reykjavík að vera góð. Mér er til efs að svo hafi verið í nótt en Egilstaða flugvöllur er oft notaður þegar veðurspá í Reykjavík er léleg.
kveðja,
Siggi
Siggi (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:37
Í langflestum tilvikum (líklega 80%)er viðunandi gott veður til lendingar í Keflavík og Reykjavík. Í þessum tilvikum er Reykjavíkurflugvöllur notaður sem varaflugvöllur. Flugvélar þurfa alltaf að hafa eldsneyti meðferðis til áfangastaðar ásamt ákveðnum böffer, biðflugs í ákveðinn tíma, og eldsneyti til flugs frá áfangastað til varaflugvallar. Þegar veðurhorfur í Reykjavík eru ekki nægilega góðar eru aðrir vellir notaðir sem varaflugvellir og eldsneyti meðferðis í samræmi við það. Stundum þarf að nota varaflugvöll á Bretlandseyjum. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki til staðar, þyrftu farþegaþotur alltaf að hafa eldsneyti meðferðis til varaflugvallar sem er mun lengra í burtu en Reykjavík (en ekki bara í 20% tilvika eins og nú er). Vélarnar væru þá þyngri en nú er vegna aukaeldsneytisins og eyddu því meira. Þetta myndi kosta flugfélögin og þá farþegana meira og ekki síður umhverfið. Því segi ég: Reykjavíkurflugvöll áfram af umhverfissjónarmiðum.
Hjalti (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:02
Það er ekki svo að það sé skylt að lenda á Reykjavíkurflugvelli ef ekki er hægt að lenda í Keflavík. Það getur t.d. verið, eins og mig grunar í þessu tilviki, að samskonar lendingarskilyrði hafi verið á báðum flugvöllunum, Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Á Akureyri var ísing í nótt en á Egilsstöðum hefur verið úrkomulaust og þurrt og því engin ísing.
Ekki skil ég þá sem endilega vilja fá farþegaþotu af þessari stærð yfir höfuð sé að næturlagi í Reykjavík.
Þörfin fyrir Reykjavíkurflugvöll er fyrir staðar þótt þetta flug hafi ekki lent þar, sbr. athugasemd "Sigga" hér að ofan. Að auki er hlutverk Reykjavíkurflugvallar fyrst og fremst tengt samgöngum innanlands og enginn flugvöllur getur leyst hann af hólmi nema með því að færa allar helstu stjórnarstofnanir úr á land s.s. stjórnarráðið, Alþingi, seðlabankann og ráðuneytin. Ef þessar stofnanir væru t.d. fluttar til Akureyrar eða Egilsstaða gætu menn komist í innanlandsflugi í námunda við helstu stofnanir ríkisins og þyrftu aldrei að leggja leið sína til Reykjavíkur. Þá mætti leggja þennan flugvöll niður og byggja það snobbíbúðahverfi.
Persónulega þætti mér ekkert vitlaust að leggja alveg niður flug til Reykjavíkur og láta Keflavíkurflugvöll vera innanlandsflugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar. Þá mundi maður losna við þá skapraun að þurfa að þvælast til Reykjavíkur, með tilheyrandi tíma- og peningasóun, í hvert sinn sem maður þyrfti að fara úr landi. En þeir fjölmörgu sem starfa við stjórnmál, stjórnmálasamtök og stjórnsýslu eru mér örugglega ósammála um þetta.
Hreiðar Eiriksson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:07
Hversu oft gerist það að veðuraðstæður eru góðar í Reykjavík þegar ekki er hægt að lenda vegna veðurs í Keflavík. Ég held að það gerist ekki oft.
Mummi Guð, 28.10.2007 kl. 11:10
Og varðandi athugasemdina um Landvetter, Arlanda og Kastrup að þá eru tveir flugvellir inni í Stokkhólmi (Bromma og einn annar) og einn í Gautaborg. Í þessum borgum fer líka óhemjupláss í lestarteina og lestarstöðvar. Innanlandsflugið á Íslandi kemur í staðin fyrir lestarkerfið og innanlandsflugið í þessum löndum.
Það eru fjölmargar borgir sem hafa flugvelli miðsvæðis. Rökin um að flugvöllurinn skuli burt því það er ekki svona í útlöndum eru ekki bara röng heldur alveg yfirmáta hallærisleg og benda til að viðkomandi hafi kynnt sér eina borg og dregið svo ályktanir um allan heiminn.
Hvernig er svo hægt að bera okkur saman við þessar borgir. Hér er eitt sjúkrahús sem þjónar þvílíkri víðáttu. Þessari víðáttu verður að þjóna með flugi og flugvöllurinn verður að vera nálægt sjukrahúsinu. Það er ekki hægt að bera okkur saman við lönd þar sem eru sjúkrahús á hverju strái og allt tengt saman með hraðbrautum.
Hjalti (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:21
Því má svo bæta við að hálkan og úrkoman varð mun meiri en búist var við og tíma þurfti til þess að kalla starfsfólk út til vinnu við hreinsun flugbrauta.´
Síðan má svo benda á það að vél frá Icelandair lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir atvikið og lét vita um mikla hálku á flugbrautum og akstursbraut. íslenskir flugmenn Icelandair ákváðu að fljúga til Egilsstaða en útlenskir flugmenn JETX sem fljúga f. Heimsferðir(PRIMERA) sem ekki þekkja íslenskar aðstæður þrjóskuðust við og runnu út af. Better save than sorry!
http://www.heimsferdir.is/heimsferdir/afangastadir/flugfelagid/
ALíslenskt já takk
Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:22
Tilitnun: Hversu oft gerist það að veðuraðstæður eru góðar í Reykjavík þegar ekki er hægt að lenda vegna veðurs í Keflavík. Ég held að það gerist ekki oft.
Það gerist mjög sjaldan en jafnvel þó það gerðist aldrei þá væri ástæðan fyrir hann ekkert minni. Það skiptir miklu máli að til sé völlur sem er nálægt því alltaf verður að vera eldsneyti á vélinni til flugs til varaflugvallar. Líka öll þau skipti sem hann er ekki notaður. Ef vélar þyrftu alltaf að vera nokkrum tonnum þyngri en nú er vegna þess að ekki er til varaflugvöllur sem er nálægt, þá myndu þær alltaf eyða meira eldsneyti og menga meira og fargjöldin yrðu hærri.
Hjalti (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:32
Bíðið nú aðeins, af hverju gekk svona seint að hreinsa brautina?
Eru svona fáir á næturvakt eða vantar starfsfólk eða eru tækin svona gömul og úr sér gengin?
Var ekki alltaf "hreint og fínt" þegar kanarnir sáu um þetta?
Ég man ekki eftir neinu í augnablikinu að vélar hafi þurft að hverfa frá vegna svona smá "hríslu" !!! Ég er kannski orðin svöna kölkuð???
Þetta kalla ég ekki snjó, þetta er föl sem ætti að vera hægt að hreinsa á einu augabragði eins og sagt er í einu lagi......
Erna (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:36
Hjalti. Til hvers er þá varaflugvöllur, ef hann lokast um leið og aðalflugvöllurinn? Ef Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavík, þá hljóta flugmennirnir þurfa að tilkynna vara-varaflugvöll! ef eitthvað verður að veðri.
Þessi rök að Reykjavíkurflugvöllur þurfi að vera vegna þess að hann varaflugvöllur fyrir Keflavík, finnst mér vera fyndin ...eða sorgleg.
Mummi Guð, 28.10.2007 kl. 11:51
OK, það er alveg nauðsynlegt að hafa flugvöll í Reykjavík og ekki hægt að leggja hann niður nema með því að flytja allar helstu stofnanir landsins til Akureyrar (ótrúlegt hvað menn láta frá sér). Til þess að vera ekki að reka tvo flugvelli á sama fermetranum (þó svo það sé gert í Svíþjóð) þarf þá ekki bara að flytja utanlansflugið til Reykjavíkur (loka flugvellinum í Keflavík) og ásættanlegri hagkvæmni er náð. Þá þarf bara að leysa vandann með hvort loka eigi sjoppunni í Keflavík eða er alveg nauðsynlegt að reka þann flugvöll áfram sem varaflugvöll fyrir Reykjavík?
Þórhallur Halldórsson, 28.10.2007 kl. 11:57
Merkilegt nokk, þá er einmitt oft mikill munur á veðri milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Það gerist alltaf öðru hvoru að það standa kannski 2-3 B757 á Reykjavíkurflugvelli. Afhverju ætli það sé Mummi "guð"?
Þegar Reykjavíkurflugvöllur verður ekki lengur til staðar og ófært verður á norðausturlandi, þar sem hinir flugvellirnir eru sem vélar á borð við B737 - B757 geta lent, þá verður alltaf að miða við varaflugvöll í Skotlandi, þó að veður væri bærilegt í Reykjavík.
En annars er millilandaflugið kannski minnsti hlutinn af þessu. Þegar enginn verður Reykjavíkurflugvöllur, og innanlandsflugið verður flutt til Keflavíkur, hvar er þá varaflugvöllurinn fyrir þá starfsemi? Næsti völlur sem einhver glóra er í mun vera Sauðárkrókur. Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlega kostnaðaraukningu vegna þess að það kostar stórfé að fljúga með eldsneyti á milli staða, fyrir utan aukna mengun og sóun á náttúrulegum auðlindum.
Sjúkraflugvél sem er að koma með sjúkling frá Akureyri þarf jafnvel að snúa aftur meira en hálfa leið til baka og lenda með hann á Sauðárkróki. Þar þyrfti síðan að kalla eftir þyrlu til þess að laumast eftir strandlínunni frá Króknum alla leið til Reykjavíkur eða bara senda viðkomandi í sjúkrabíl. Ég efast um það að þeir sem vilja Reykjavíkurflugvöll á brott væru til í að vera sjúklingurinn í því tilviki. En hvað sem því líður, þá eru það samt sem áður skilaboðin sem þið eruð að senda landsbyggðarfólki, að ykkur sé í raun alveg sama um hagi þeirra og öryggi svo lengi sem þið þurfið ekki að þola það að miklubrautarniðurinn sé rofinn öðruhvoru með suði í flugvél.
Á komandi árum á eldsneytisverð eftir að ná áður óþekktum hæðum. Af þeim sökum tel ég fráleitt að ætla að fara að auka enn óþarfa burð á eldsneyti í flugvélum, sem og óþarfa akstur frá Keflavík til höfuðborgarinnar. Síðan skulum við ekki gleyma aukinni umferð á þjóðvegi 1, þar sem landsbyggðarfólk mun í flestum tilfellum aka til Reykjavíkur, þar sem það tekur því ekkert að fljúga þegar engin flugvél fer þangað lengur, tímasparnaðurinn og þægindin við flugið hverfa.
Thinktank (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:40
Eitt enn sem má benda á varðandi Reykjarvíkurflugvöll sem varavöll. Varavellir eru ekki einungis notaðir þegar veðurskilyrði eru slæm, heldur líka ef eitthvað skylldi koma upp á á aðalvellinum. Segjum sem svo að vél þurfi að lenda með lausan eld um borð, þá er ansi líklegt að Keflavík myndi loka líklegast í lengri tíma en styttri og því myndi flugi vera beint inn á Reyjavík eins og unnt væri. Þar komast amk aðeins fleiri þotur fyrir en á Egilsstöðum og akureyri samanlagt líklegast.
En hvað veður varðar þá munar oft ekki miklu á Reykjavík og Keflavík, en það er stundum nóg til þess að ekki sé hæt að notast við Keflavík. Það munar oftar en ekki allnokkrum hnútum í vindi sem og nokkur hundruð fetum í skýjahæð.
Svo má heldur ekki gleyma því að umferð einkavéla um Reykjarvíkurflugvöll skilar pening inn í kassann. Þarna er mikið um fólk úr fjármálageiranum sem fer um og þar kostar hver klukkutími talsvert. Fólk sem stekkur út á fund í London þegar því hentar og kemur eins til baka þegar því hentar er að skila inn talsverðum pening í sín fyrirtæki og þar af leiðandi í þjóðarbúið. Það munar talsvert ef það þarf að fara 40 mín hvora leið á vinnutíma.
Og ég tala nú ekki um þessar 40 mínútur ef maður er illa haldinn sjúklingur. Þá kýs ég nú frekar að borga undir flugvöllinn heldur en að drepast á leiðinni á sjúkrahús að óþörfu.
Andri (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:15
Svona fjármálagutta munar ekkert um það að hafa þyrlu í Keflavík og láta fljúga sér á nýja þyrlupallinn við fyrirtækið... nú eða bara flytja starfsemina á Suðurnesin ;)
Karl (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:22
Egilsstaðir er varaflugvöllur hjá IcelandAir, nema þegar veðurpspá fyrir Egilsstaði er of slæm þá er Glasgow varavöllur. Menn spurja sig af hverju ekki Reykjavík, svarið er einfalt, ef ófært er í keflavík er mjög líklega ófært í Reykjavík. Hinsvegar hefur það gerst að Icelandair hafa lent í Reykjavík þegar ófært hefur verið í keflavík og það er bara gott mál og auðvitað gera menn það ef það er til boða. Þetta sparar bara peninga en það verður alltaf að reikna með Egilsstöðum eða Glasgow sem varavelli.
Aron Smári, 29.10.2007 kl. 04:57
Flugvallarmálin eru alltaf mikil hitamál, einnig eru þessi mál frekar tæknivædd og kannski ekki alveg fyrir okkar meðalmann að skilja nákvæmlega um hvað þetta snýst. endalaust er hægt að færa rök með eða á móti hvort allt innanlandsflug eigi að vera í Keflavik. En hvað varðar sjukraflugið er ég nokkuð viss að sjúkraflug eru eingöngu notuð þegar flytja þarf sjúkling til aðgerðar í Reykjavík eða álika, ekki neyðartilfelli. Þegar flytja þarf sjúkling í neyðartilfellum eða viðkomandi er í lifshættu er þyrlan notuð sem lendir ekki á Reykjavíkurflugvelli.
Annað sem við verðum að fara að átta okkur á er að íslensk samfélag hefur breyst og breytingarnar eru hraðar. við erum komin yfir 300.000 og fjölgunin heldur áfram, þvi þurfa að gerast einhverjar breytingar. Reykjavík er ekki lengur bara 101, það stækkar, og við þurfum að takast á við þær breytingar sem koma með stækkandi þjóðfélagi. Við erum ekki af sömu stæðargráðu og Kaupmannahöfn, París og allar þessar heimsborgir, en við megum heldur ekki alltaf hugsa að við séum bara smaþjóð norður í Atlandshafi. Við viljum haga okkur eins og heimsborgarar og að Ísland sé komið á kortið, þvi fylgir breytingar og já, þvi miður þarf sum þjónusta að vera annars staðar en akkkúrat í 101.
Danmörk er með tvo alþjoðaflugvelli, Kastrup (sem er ekki miðbæ Kaupmannahafnar heldur út á Dragör) og Billund sem er ekki í Aalborg Jótlands, og þo er Danmörk mun minna land en Ísland, Hvað er að þvi að þurfa að ferðast út fyrir borgarmörkin, er það svo slæmt?
Þorkatla Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.